spot_img
HomeFréttirNBA: Nowitzki spilar kannski í kvöld ? æfði ekki í gær

NBA: Nowitzki spilar kannski í kvöld ? æfði ekki í gær

12:19

{mosimage}
(Dirk segir að hann muni spila í kvöld)

Dirk Nowitzki æfði ekki í gær með félögum sínum en hann lék aðeins í tæpar 10 mínútur á miðvikudagskvöld, þegar Dallas lagði Toronto að velli. Hann yfirgaf völlinn í 1. leikhluta vegna þess að hann sá illa en ástæðan er að hann fékk fingur í auga á mánudaginn var gegn Minnesota.

Dirk sagði eftir leikinn á miðvikudag að hann myndi spila gegn Sacramento, en hægri hornhimnan hans er eitthvað sködduð og því var hann tekinn útaf þegar hann sá allt í móðu. Óljóst er hve mikið hann spilar en læknir liðsins hefur gefið honum grænt ljós á að spila.

Dallas mun reyna að sigra sinn 12 leik í röð, og nálgast Utah á toppi NBA-deildarinnar, í kvöld með sigri á Sacramento.

Fréttir
- Auglýsing -