spot_img
HomeFréttirNBA: Níu í röð hjá Pistons

NBA: Níu í röð hjá Pistons

09:29
{mosimage}

(Chaunsey Billups, einnig þekktur sem Mr. Big Shot!) 

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Detroit Pistons unnu sinn níunda deildarleik í röð er þeir lögðu Atlanta Hawks 90-94 í Philips Arena í Atlanta. Chaunsey Billups, bakvörður hjá Pistons, brenndi af flestum skotum sínum þrjá fyrstu leikhlutana en hann stóð undir nafni í fjórða leikhluta þegar hann gerði 12 af 16 stigum sínum í leiknum og leiddi Pistons til sigur. Engin furða að Vestra kalli menn hann Mr. Big Shot! 

,,Þið þekkið mig, þegar langt er liðið inn í leikina þá sæti ég lagi og nýti öll þau tækifæri sem bjóðast sama hvort ég sé heitur eða ekki. Mér líður alltaf eins og fjórði leikhluti sé annar leikur,” sagði Billups við fjölmiðla í leikslok. Eins og fyrr greinir gerði Billups 16 stig fyrir Pistons og gaf auk þess 8 stoðsendingar. Stigahæstur gestanna frá bílaborginni var Rasheed Wallace með 21 stig. Atkvæðamestur í liði Hawks var Josh Smit með 30 stig og 6 fráköst.  

Denver Nuggets mörðu Miami Heat í framlengdum spennuleik í Miami í nótt. Lokatölur leiksins voru 113-114 Denver í vil. Carmelo Anthony gerði sigurstig leiksins á vítalínunni en Miami átti góða möguleika á því að stela sigrinum en lokaskot Dwyane Wade geigaði. J.R. Smith setti persónulegt met í nót í liði Denver þegar hann sallaði niður 8 þriggja stiga körfum fyrir Nuggets en hann lauk leik með 28 stig hjá Denver. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 29 stig og 10 stoðsendingar.  

Boston Celtics gerðu góða för til Indiana og lögðu heimamenn 97-104. Paul Pierce var drjúgur að vanda í liði Celtics með 28 stig og 12 fráköst en Danny Granger gerði 18 stig og tók 10 fráköst í liði Pacers. Boston leika enn án Kevins Garnett sem er væntanlegur aftur í raðir Boston eftir helgi og þá er Jermaine O´Neal enn fjarverandi sökum meiðsla í liði Pacers. 

Jason Kidd var ekki fjarri því að landa þrennu í nótt sem hefði verið hans hundraðasta á ferlinum. New Jersey Nets hafði fínan heimasigur á Minnesota Timberwolves 92-88 og gerði Kidd 9 stig í leiknum, gaf 9 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Stigahæstur í liði Nets var Vince Carter með 17 stig og 10 stoðsendingar. Hjá Timberwolves var Sebastian Telfair með 24 stig og 7 stoðsendingar.  

Memphis Grizzlies höfðu heimasigur gegn Sacramento Kings 107-94 og gerði Hakim Warrick 24 stig og tók 13 fráköst fyrir Grizzlies í leiknum. Kevin Martin var atkvæðamestur í liði gestanna með 33 stig og 7 fráköst.  

Chicago Bulls máttu sætta sig við ósigur á heimavelli í nótt þegar Chris Paul og félagar í New Orleans Hornets komu í heimsókn. Lokatölur leiksins voru 86-100 Hornets í vil þar sem þeim Peja Stojakovic og David West gerðu báðir 27 stig í liði Hornets og bakvörðurinn öflugi Chris Paul bætti við 25 stigum og 14 stoðsendingum. Í liði Bulls var Andre Nocioni með 28 stig en Ben Wallace gerði 9 stig og tók 16 fráköst. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -