spot_img
HomeFréttirNBA: New York verðmætasta félagið

NBA: New York verðmætasta félagið

12:25

{mosimage}

New York Knicks eru verðmætasta félagið í NBA samkvæmt Forbes þrátt fyrir tæplega $40 milljóna tap á síðasta tímabili. Þetta er annað árið í röð sem New York trónir á toppnum á þessum lista en félagið er metið á $592 milljónir sem er um 41.5 milljarðar íslenskra króna. L.A. Lakers er í öðru sæti metnir á $568 milljónir sem er um 39.9 milljarðar íslenskra króna.

Slakt gengi liðsins virðist ekki hafa mikil áhrif á tekjur liðsins en tekjur New York jukust um 9% milli ára og var félagið tekjuhæsta NBA-liðið á tímabilinu 2005-06 með $185 milljónir í heildar tekjur en þeir unnu aðeins 23 og töpuðu 59.

Félagið er einnig efst í tapi en það tapaði hátt í $40 milljónum.

New York borgaði yfir $120 milljónir í laun sem var langhæst í NBA ásamt því að félagið borgaði fyrrverandi þjálfara sínum, Larry Brown, $10 milljónir í árslaun. Svo keyptu þeir upp samninginn hans á $18.5 milljónir en hann átti 4 ár eftir af samning sínum.

Auðkýfingurinn James Dolan sem á félagið er vitanlega ekki ánægður með taprekstur liðsins en New York Knicks telur aðeins 3% af heildarumsvifum fyrirtæki hans Cablevision. Þ.a.l. er hið mikla tap liðsins borgað upp af öðrum póstum í fyrirtæki hans.

L.A. Lakers er næst verðmætasta félagið metð á $568 milljónir(39.9 milljarðar ísl. kr.), Dallas er í þriðja sæti metið á $463 milljónir(32.5 milljarðar ísl. kr.), en frábær árangur þess undanfarið spilar þar inní, Chicago er í fjórða metið á $461(32.35 milljarðar ísl. kr.) og Houston er fimmta verðmætasta félagið metið á $439 milljónir(30.9 milljarðar ísl. kr.).

Forbes mun birta lista yfir verðmæti allra félaganna í næsta mánuði.

Heimild: Forbes.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -