spot_img
HomeFréttirNBA: New York er brandari

NBA: New York er brandari

16:07

{mosimage}
(Reggie Miller var einn besti körfuboltamaður á sínum tíma)

,,Einmitt núna eru þeir brandari í deildinni,” sagði Reggie Miller um lið New York Knicks. ,,Það er sorglegt vegna þess að þetta er sögulegt og merkilegt félag. En fólk heldur að þeir séu brandari.”

Reggie Miller var sannkallaður New York skelfir á sínum árum sem leikmaður með Indiana en hann mun lýsa leik New York og Boston annað kvöld fyrir TNT sjónvarpsstöðina. Miller þekkir þó vel til Isiah Thomas, þjálfara New York, en hann lék gegn honum í mörg ár ásamt því að Thomas þjálfaði lið Indiana um þriggja ára skeið. Gengi Indiana var ágætt á þeim tíma en liðið komast öll árin í úrslitakeppnina en náði aldrei að vinna einvígi og komast áfram.

Miller telur að miðað við styrkleika austurdeildarinnar og þá hæfileika sem New York liðið hefur ætti Thomas að vera fær um að fara með liðið í úrslitakeppnina. ,,Eina sem ég veit er að Isiah hefur hæfileikana til að búa til lið fyrir úrslitakeppnina. Með þá hæfileika sem New York hefur ætti að vera auðvelt fyrir þá að vera topp sex lið. Aðeins Orland og Boston eru að stinga af í austurdeildinni. New York er ekki dottið út. Þeir þurfa aðeins að vinna fjóra eða fimm leiki í röð og þeir eru nú þegar komnir með tvo,” sagði Miller.

New York er búið að vinna fjóra og tapa níu leikjum og eru sem stendur í 12.-13. sæti í austurdeildinni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -