01:43
{mosimage}
(Flip Saunders)
Flip Saunders, þjálfari Detroit, og Nate McMillan, þjálfari Portland, voru útnefndir þjálfarar desember-mánaðar af NBA-deildinni.
Detroit spilaði frábærlega í jólamánuðinum en þeir spiluðu 17 leiki og unnu 15 þeirra en það gerir 88,2% vinningshlutfall. Varnarleikur Detroit hefur verið til fyrirmyndar og héldu þeir andstæðingum sínum undir 90 stigum í átta af tíu síðustu leikjum sínum í desember.
Þegar þetta er skrifað er Detroit búnir að vinna níu leiki í röð en þeir eru að spila við Washington einmitt núna og eru komnir með ágætt forskot og því kæmi það ekki á óvart að sigurhrina þeirra væri komin í 10 leiki í fyrramálið.
Strákarnir í bílabænum urðu þeir fyrstu í vetur til að leggja Boston að velli á þeirra eigin heimavelli en það gerðu þeir 19. desember þegar Chauncey Billups skoraði sigurkörfu Detroit og þeir unnu með tveim stigum 85-87.
Eftir afleita byrjun hefur allt gengið upp hjá Portland og Nate McMillan. Þeir unnu 13 leiki í mánuðinum og komu allir sigurleikirnir í einni sigurhrinu en þeir unnu 13 leiki í röð. Er það næst lengsta sigurhrinan í sögu félagsins og það mesta sem nokkurt lið hefur náð í vetur.
Portland standa í 18 sigurleikjum og 13 tapleikjum og eru í 2. sæti í Norðvestur-riðlinum á eftir Denver. Portland lagði einmitt Denver að velli í desember þegar þeir unnu í Pepsi Center sem er heimavöllur Denver liðsins og var það fyrsti sigurleikur þeirra í Pepsi Center í fjögur og hálft ár.
Þeir komu einnig til greina:
Mike Woodson – Atlanta
Doc Rivers – Boston
Avery Johnson – Dallas
Don Nelson – Golden State
Byron Scott – New Orleans
Maurice Cheeks – Philadelphia
Fyrri verðlaunahafar:
Nóvember
[email protected]
Mynd: AP



