spot_img
HomeFréttirNBA: Nash og Kidd mætast í Phoenix í nótt

NBA: Nash og Kidd mætast í Phoenix í nótt

17:00
{mosimage}

 

(Tekst Kidd og félögum í Nets að vinna í Phoenix í kvöld í fyrsta sinn síðan 1993?) 

 

Einn leikur fer fram í NBA deildinni í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti New Jersey Nets á heimavelli sínum US Airways Center í Phoenix. Nets bíður ærinn starfi í leiknum í kvöld þar sem liðinu hefur ekki tekist að landa sigri á heimavelli Phoenix síðustu 13 ár.

 

Phoenix Suns hafa ekki tapað á heimavelli gegn New Jersey Nets síðan 13. mars árið 1993 en sá leikur fór 93-124 New Jersey í vil. Síðan þá hafa Suns unnið alla heimaleiki gegn Nets með 11,8 stiga mun að jafnaði.

 

Töluverð spenna er fyrir leik kvöldsins því síðast þegar þessi lið áttust við var leikurinn tvíframlengdur. Þá höfðu Suns nauman 161-157 sigur í miklum stigaleik þar sem leikstjórnandinn góðkunni Steve Nash sló stigamet sitt og setti niður 42 stig. Þá gaf hann einnig 13 stoðsendingar. Í síðustu þremur heimaleikjum gegn Nets hefur Nash verið með 27,7 stig og 9,3 stoðsendingar að jafnaði í leik.

 

New Jersey Nets hafa tapað fjórum leikjum í röð og hófu í gær sex leikja útihrynu með 120-107 tapi gegn LA Clippers í Staples Center í Los Angeles.

Jason Kidd er staðháttum kunnugur í Phoenix en hann lék með liðinu áður en hann skipti til Nets. Síðan hann fór til Nets hefur leikstjórnandinn gert 16,4 stig, 5,6 stoðsendingar og 8,8 fráköst að jafnaði í leik í fimm leikjum á heimavelli Suns. Gera má ráð fyrir miklum leikstjórnandaslag í kvöld þegar Steve Nash bíður Jason Kidd velkominn til Phoenix. 

[email protected]  

Fréttir
- Auglýsing -