spot_img
HomeFréttirNBA: Mitt síðasta tímabil

NBA: Mitt síðasta tímabil

16:53

{mosimage}

Alonzo Mourning, miðherji Miami Heat, hefur ákveðið að tímabilið sem er nýhafið verði hans síðasta. Hann verður 38 ára þegar hann lýkur ferli sínum.

Mourning lá undir feldi eftir síðasta tímabil og velti því fyrir sér hvað hann ætti að gera – halda áfram eða hætta. Eitt tímabil í viðbót var ákvörðun hans og má telja að Miami menn séu ánægðir með þá niðurstöðu.

Mourning hefur átt farsælan feril og verið einn besti leikmaður deildarinnar. Hann komst yfir erfið veikindi þar sem hann missti úr fjögur tímabil ásamt því að ganga í gegnum nýrnaskipti eru spekingar vissir að hann komist í Frægðarhöllina innan skamms. ,,Ég held að ég hef lagt nógu mikið að mörkum til leiksins til þess að eiga möguleika, “ sagði Mourning. ,,En ég hef ekki neitt vald yfir því.”

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -