spot_img
HomeFréttirNBA: Mitchell verður áfram í Toronto

NBA: Mitchell verður áfram í Toronto

00:40

{mosimage}

Sam Mitchell hefur tekið boði Toronto og mun endurnýja samning sinn við félagið og gildir hann í 4 ár. Mitchell, sem er þjálfari ársins, hefur verið um tíma í samningarviðræðum og talið er að samningar hafi tekist um helgina.

,,Ég vil þakka Bryan og stjórninni fyrir tækifærið til þess að halda áfram þeirri vinnu sem hófst á síðasta keppnistímabili í að byggja lið sem verður samkeppnisfært um NBA-titil. Hinum frábæru aðdáendum í Toronto sem hafa tekið mér frábærlega og í mínum huga get ég ekki ímyndað mér að vera annars staðar.” sagði Mitchell og talaði þarna um Bryan Colangelo framkvæmdarstjóra Toronto.

Hann leiddi Toronto til 47-35 árangurs í vetur en liðið fell út úr úrslitakeppninni í 1. umferð fyrir New Jersey. Þrátt fyrir að eru menn vongóðir í Toronto um að ná miklum árangir í framtíðinni. Hann er búinn að vera með liðið í þrjú ár og á fyrstu tveimur árum sínum vann hann 60 leiki og tapaði 104. Þannig að þetta eru mikil framför.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -