spot_img
HomeFréttirNBA: Mitchell og D´Antoni þjálfarar mánaðarins

NBA: Mitchell og D´Antoni þjálfarar mánaðarins

07:00

{mosimage}
(Mike D´Antoni er einn besti þjálfarinn í dag)

Sam Mitchell þjálfari Toronto, og Mike D´Antoni þjálfari Phoenix eru þjálfarar janúar mánaðar.

Toronto var með 10/5 árangur í mánuðinum undir stjórn Sam Mitchell. Árangur þeirra á heimavelli var góður en þeir unnu 7 af 10 heimaleikjunum.

Mike D´Antoni var líka þjálfari desember mánaðar stjórnaði Phoenix í 16 leikjum og af þeim unnust 15. Þeir settu félagsmet með flesta sigra í einum mánuði en félagið vann 14 leiki í desember 1992.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -