spot_img
HomeFréttirNBA: Mikilvægur sigur Dallas í Staples Center

NBA: Mikilvægur sigur Dallas í Staples Center

09:48
{mosimage}

 

(Kidd var stigahæstur hjá Dallas í nótt)

 

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Dallas Mavericks höfðu mikilvægan sigur á LA Clippers 86-93 en leikur liðanna fór fram í Staples Center í Los Angeles. Eins og staðan er í dag eru Mavericks í 7. sæti Vesturstrandarinnar og eru því inni í úrslitakeppninni. Jason Kidd var atkvæðamestur í liði Dallas í nótt með 27 stig, 4 stolna, 4 stoðsendingar og 3 fráköst. Al Thornton var stigahæstur hjá Clippers með 26 stig og 7 fráköst.

 

Denver Nuggets skildu varnarleikinn eftir heima þegar þeir fengu 132-117 skell í Phoenix í nótt. Suns gerðu 46 stig gegn 25 frá Denver í fjórða og síðasta leikhluta og fóru því með öruggan sigur af hólmi. Amare Stoudemire var með tröllatvennu í nótt, 41 stig og 14 fráköst en hann lék allan leikinn. Steve Nash kom honum næstur með 36 stig og 8 stoðsendingar. Hjá Nuggets var J.R. Smith með 23 stig og Allen Iverson var með 21 stig og 7 stoðsendingar. Denver eru í 9. sæti Vesturstrandarinnar og eru því ekki inni í úrslitakeppninni eins og stendur en það er mjótt á mununum. Phoenix eru hinsvegar í 5. sæti og þarf mikið að fara úrskeiðis svo þeir komist ekki áfram í fyrstu umferðina.

 

Önnur úrslit næturinnar:

 

Jazz 129-87 Wizards

Bobcats 100-104 Raptors

Pacers 105-85 Heat

Grizzlies 99-116 Hawks

 

[email protected]

 

Mynd: slam.canoe.ca

Fréttir
- Auglýsing -