spot_img
HomeFréttirNBA: Miami eltist við leikstjórnanda

NBA: Miami eltist við leikstjórnanda

21:00

{mosimage}
(Shawn Marion var á mála hjá Phoenix áður en hann fór til Miami)

Miami Heat eru sagðir þessa dagana vera að eltast við alvöru leikstjórnanda til þess að stjórna leik liðsins á næstu leiktíð og eru þeir tilbúnir að skipta Shawn Marion til þess að fá öflugan leikstjórnanda.

Þar sem fáir góðir leikstjórnendur eru með lausa samninga gætu þurft að skipta stórstjörnunni sinni.

Marion sem kom til liðsins um mitt síðasta tímabil, gæti því verið á leiðinni frá sínu nýja félagi en hann kom frá Phoenix í Shaq-skiptunum.

Eru Miami-menn sagðir vera heitir fyrir Andre Miller(Philadelphia), Kirk Hinrick(Chicago) og Monta Ellis(Golden State).

En það er óvíst hvort þeir vilja styrkja andstæðinga sína í austrinu Chicago og Philadelphiu og því munu þeir hefja viðræður við Golden State um skipti á Monta Ellis áður en þeir leita annað.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -