14:00
{mosimage}
(Tony Allen gerði 25 stig fyrir Celtics í nótt)
Fjöldi leikja fór fram á undirbúningstímabili NBA deildarinnar í nótt þar sem meistarar Boston Celtics rétt mörðu sigur á Cleveland Cavaliers 96-94. Leon Powe reyndist gera tvö síðustu stig leiksins og þar með sigurstig Celtics í leiknum en þau komu af vítalínunni. Cavaliers fengu tvívegis tækifæri til þess að jafna eða stela sigrinum en liðsmönnum Boston tókst að halda fengnum hlut.
Tony Allen fór mikinn í liði Boston með 25 stig en LeBron James gerði 15 stig fyrir Cleveland og 12 þeirra komu í fyrsta leikhluta.
Önnur úrslit næturinnar:
Philadelphia 76er 104-110 New York Knicks
Washington Wizards 62-73 Detroit Pistons
Orlando Magic 94-66 CSKA
Indiana Pacers 102-95 Chicago Bulls
Memphis Grizzlies 92-79 Charlotte Bobcats
Portland Trailblazers 102-80 Atlanta Hawks
Milwaukee Bucks 79-105 Dallas Mavericks
San Antonio Spurs 84-89 New Orleans Hornets
Denver Nuggets 118-95 Minnesota Timberwolves
Sacramento Kings 94-85 Oklahoma Thunder (Gamla Seattle Supersonics)



