Derrick Rose, sem lítið hefur verið með liði sínu Chicago Bulls undanfarin tvö ár vegna meiðsla, meiddist á ökkla í fyrri hálfleik gegn Cleveland Cavaliers í nótt. Rose snéri aftur og lék aðeins í fjórða hluta en óvíst er með næstu leiki. Bulls stuðningsmenn ættu þó ekki að hafa miklar áhyggjur því menn verða sjaldan lengi frá eftir snúinn ökkla. Þetta er ekkert í líkingu við það sem hann hefur farið í gegnum undanfarin tvö ár.
LeBron var frábær í leiknum með 36 stig og 8 fráköst. Cavs unnu leikinn í framlengingu.
Sacramento Kings unnu óvænt Portland Trail Blazers og var Rudy Gay frábær fyrir Kóngana með 40 stig og 8 fráköst. Clippers unnu Englaborgarderbýið í leik sem var algerlega sneyddur af varnarleik og fór 118-111. Blake Griffin setti 39 stig og tók 9 fráköst.
NBA meistararnir San Antonio Spurs steinlágu í Phoenix gegn einu af mest spennandi liðum deildarinnar í dag. Það var lok lok og læs í vörn Suns í öðrum hluta og óeigingirnin allsráðandi hjá heimamönnum. Alls skoruðu sex leikmenn meira en 10 stig hjá Suns en Isaiah Thomas var stigahæstur með 23 stig.
Annars voru úrslitin á þessa leið:
Cleveland 114 Final
@Chicago 108 OT
LA Clippers 118 Final
@LA Lakers 111
San Antonio 89 Final
@Phoenix 94
Memphis 97 Final
@Indiana 89
Philadelphia 81Final
@Milwaukee 93
Portland 94 Final
@Sacramento 103



