spot_img
HomeFréttirNBA: McGrady með gegn Spurs í nótt?

NBA: McGrady með gegn Spurs í nótt?

11:43
{mosimage}

 

(McGrady kann vel við sig á 3. hæð) 

 

Stjörnuleikmaður Houston Rockets, Tracy McGrady, sagði að möguleiki væri á því að hann myndi leika með Houston í Texas rimmunni gegn San Antonio Spurs en liðin mætast á heimavelli Houston í nótt.

 

McGrady hefur ekki leikið með Houston í síðustu 11 leikjum liðsins þar sem hann hefur verið meiddur á öðru hné en liðið hefur unnið 7 leiki og tapað fjórum án hans.

 

Leikmaðurinn sjálfur vonast til þess að geta verið með en bjóst fastlega við því að ef af því yrði þá myndi hann koma inn af bekknum en ekki vera í byrjunarliðinu.

 

McGrady hefur leikið 25 leiki fyrir Rockets á þessari leiktíð og gert í þeim að meðaltali 22,8 stig í leik og gefið að jafnaði 5,1 stoðsendingu.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -