spot_img
HomeFréttirNBA: McGrady áfram frá næstu daga

NBA: McGrady áfram frá næstu daga

14:56
{mosimage}

(T Mac treður með tilþrifum) 

Stigahæsti leikmaður Houston Rockets, Tracy McGrady, verður áfram frá sökum bólgna í hné en leikmaðurinn meiddist í leik gegn Orlando Magic þann 19. desember síðastliðinn.  

McGrady fer sér hægt og ætlar að vinna bug á sínum meiðslum og gera það örugglega. ,,Eins og staðan er núna verð ég frá næstu vikuna og mun skoða þá vel hvernig mér líður í hnénu,” sagði McGrady sem gert hefur 22,8 stig að meðaltali í leik með Rockets.  

Leikmaðurinn kvaðst feginn því að hafa ekki rifið neitt í hnénu og kvaðst ekki nákvæmlega geta sagt til um hvenær væri aftur von á honum inn á völlinn en það væri fyrr en síðar. Hann verður líkast til ekki í leikmannahópi Rockets sem mætir Memphis Grizzlies aðfararnótt laugardags.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -