17:00
{mosimage}
Stephon Marbury sagði í gær að hann ætli að reyna skjóta meira í vetur heldur en hann gerði í fyrra.
Þessi staðhæfing hans er í þversögn við það sem hann sagði í fyrra en þá sagði hann að hann myndi leita meira að félögum sínum og þá sérstaklega Eddy Curry. Það var talið að Marbury myndi fá enn færri skot í vetur eftir að Zach Randolph gekk til liðs við liðið.
Marbury telur að hann verði meiri ögn ef hann sækir meira og Isiah Thomas hefur hvatt til þess að vera grimmari að körfunni. ,,Ég er að leita meira að skotinu mínu heldur en ég gerði í fyrra,” sagði Marbury. ,,Þegar ég er aggresívur, þá opnar það hlutina fyrir hina leikmennina, miðað við mig í fyrra. Þá sótti ég minna.”
Hvort þetta er jákvætt fyrir New York liðið skal ólátið en það er ljóst að liðið þarf að standa sig vel í vetur ef Isiah Thomas á að klára tímabilið sem þjálfari þess.



