11:07
{mosimage}
(Ben Wallace að fagna körfu sem hann skoraði í gær)
Þrír leikir voru á dagskrá í nótt í NBA-deildinni. Leikmenn Chicago voru búnir að bíða lengi eftir sínum fyrsta sigri og hann kom loksins í nótt þegar þeir lögðu Detroit að velli en Chicago hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum. Tyrus Thomas skoraði 19 stig og Kirk Hinrich gaf 14 stoðsendingar. Hjá Detroit var Rasheed Wallace með 36 stig.
Washington heldur áfram að tapa og að þessu sinni fyrir New Jersey með tveimur stigum 87-85. Leikurinn var sýndur beint á NBAtv og sáu Íslendingar Richard Jefferson skora sigurstigin á vítalínunni þega 24 sekúndur voru eftir. Jefferson var stigahæstur með 25 stig hjá Nets og Antawn Jamison skoraði 24 fyrir Washington sem á enn eftir að vinna leik á tímabilinu.
Dallas náði fram hefndum á Golden State þegar þeir unnu þá í nótt 115-120. En eins og allir vita þá sló Golden State Dallas út úr úrslitakeppninni síðast. Fjórir leikmenn Dallas skoruðu 20 stig eða meira en þeir Dirk Nowitzki og Jason Terry skoruðu 24 stig og voru stigahæstir hjá Dallas. Baron Davis skoraði þó manna mest á vellinum en hann setti 37 stig en það dugði ekki til.
Mynd: AP



