spot_img
HomeFréttirNBA: Leit Indiana heldur áfram

NBA: Leit Indiana heldur áfram

13:56 

{mosimage}

 

(Stan Van Gundy) 

 

Forráðamenn Indiana Pacers eru enn að leita að nýjum þjálfara og hafa þeir talað við nokkra aðila. Stan Van Gundy, fyrrverandi þjálfari Miami Heat, hefur þó gefið afsvar og mun hann ekki þjálfa í Indiana næsta vetur. Hann er ennþá á samningi við Miami og verður það út næsta tímabil. Félagið hefur talað við all nokkra og á dögunum gaf Marc Jackson þeim afsvar. Ljóst er að leit Larry Bird og Donnie Walsh heldur áfram.

 

Þeir félagar hafa einnig rætt við Johnny Davis og Chuck Person sem eru núverandi aðstoðarþjálfarar Indiana og einnig aðstoðarþjálfara L.A. Lakers Brian Shaw.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -