spot_img
HomeFréttirNBA: Leikmenn mánaðarins - nóvember

NBA: Leikmenn mánaðarins – nóvember

13:42

{mosimage}
(Yao og Howard eru leikmenn nóvember)

Dwight Howard(Orlando Magic) og Yao Ming(Houston Rockets) eru leikmenn mánaðarins í austur- og vesturströnd fyrir nóvember mánuð.

Dwight Howard skoraði 17.1 stig og tók 13.6 fráköst(hæstur í deildinni) og hitti 57.6% þegar Orlando kom sér á topinn í austurdeildinni með 12-4 árangur. Hann er búinn að ná 7 tvöföldum tvennum í röð(stig+fráköst) og alls 11 í mánuðinum. Þaf af eru þrjár sem eru 20 stig 20 fráköst.

Yao Ming skoraði 25.7 stig og tók 10.1 fráköst og hitti 54.4% utan að velli. Hann skoraði í ellefu leikjum í röð 20 stig eða meira. Hann var stigahæstur í liði sínu 9 sinnum og Houston unnu 8 af þessum leikjum. Yao skoraði 4 sinnum 30 stig eða meira.

Aðrir sem komu til greina: Joe Johnson(Atlanta), Emeka Okafor(Charlotte), LeBron James(Cleveland), Dirk Nowitzki(Dallas), Carmelo Anthony(Denver), Chauncey Billups(Detroit), Jemaine O´Neal(Indiana), Sam Cassell(L.A. Clippers), Michael Redd(Milwaukee), Jason Kidd(New Jersey), Kevin Martin(Sacramento), Carlos Boozer(Utah) og Deron Williams(Utah).

Fréttir
- Auglýsing -