09:28
{mosimage}
(Elson)
Laugardaginn 22. ágúst gefst íslenskum áhugamönnum um NBA körfuboltann að sjá tvo leikmenn sem eru á mála hjá NBA liðum. Annars vegar er um að ræða Francisco Elson leikmann Milwaukee Bucks og fyrrverandi leikmann San Antonio Spurs, Seattle og Denver og hins vegar hinn unga Henk Norel sem valinn var af Minnesota Timberwolves í nýliðavalinu fyrr í sumar. Báðir koma með hollenska landsliðinu sem leikur gegn því íslenska laugardaginn 22. ágúst í íþróttahúsi Smárans í Kópavogi. www.kki.is greinir frá.
Francisco Elson er lykilmaður í hollenska liðinu. Hann reyndist því íslenska erfiður í fyrri leiknum en þess má geta að Elson varð NBA meistari með San Antonio Spurs.
Henk Norel lék á síðustu leiktíð með Joventud Badalona á Spáni og lék m.a. með ungstirninu Ricky Rubio sem valinn var númer 5 af Minnesota í nýliðavalinu í júní sl.
Nánar á www.kki.is