spot_img
HomeFréttirNBA leikmenn í Evrópu

NBA leikmenn í Evrópu

Verkbannið sem hefur verið í gildi í NBA deildinni síðan í sumar hefur verið mikil innspýting fyrir evrópskan körfubolta sem hefur fengið til sín mikið af leikmönnum á meðan banninu stendur.  Þar á meðal eru leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk með sínum liðum og leikmenn sem spiluðu aukahlutverk í stjörnuprýddum liðum NBA.  Hér ætlum við að skoða hvaða leikmenn það eru sem hafa kosið að flytja sig um set á meðan verkbanninu stendur.

 

Danilo Gallinari, Emporio Armani

Danilo Gallinari er leikmaður Denver Nuggets í NBA deildinni en samdi við tískurisan og körfuboltaliðið Emporio Armani í Milanó.  Gallinari hefur spilað þrjú tímabil í NBA og 2 af þeim með New York Nicks.  Hann hefur skorað að meðaltali 13,8 stig í leik og hirt 4,4 fráköst á þeim árum.  Gallinari er því allsvakaleg viðbót í Ítölsku deildina.  Hann hefur skorað 10 stig og tekið 2 fráköst að meðaltali í tveimur fyrstu leikjunum í Ítölsku deildinni.  Hann var hins vegar lykillinn að sigri Emporio á Maccabi Electra í Euroleague en Maccabi spilaði til úrslita í Euroleague í fyrra.  Þar skoraði Danilo 23 stig og tók 7 fráköst.  Gallinari mun að öllum líkindum snúa aftur til Denver þegar verkbanni verður aflétt í NBA deildinni.

Jordan Farmar, Maccabi Electra

Jordan Farmar er leikmaður New Jersey Nets í NBA deildinni en spilar nú með Maccabi Electra í Tel Aviv í Israel.  Jordan Farmar hefur spilað fimm tímabil í NBA deildinni og fjögur þeirra með Los Angeles Lakers.  Farmar hefur spilað 3 leiki með Maccabi á tímabilinu og skorað í þeim 12 stig að meðaltali og gefið 4,7 stoðsendingar.  Farmar spilaði einnig með þeim í fyrsta leik Euroleague þar sem hann skoraði 6 stig og gaf 3 stoðsendingar.  Maccabi Electra Tel Aviv spilaði til úrslita í Euroleague í fyrra og því ljóst að þar er á ferð feiknasterkt lið.  Eftir tap í fyrsta leik keppninar er þó spurning hvort þeim takist að jafn afrek sitt frá síðasta tímabili.

Nicolas Batum, SLUC Nancy

Nicolas Batum er franskur landsliðsmaður sem spilað hefur með Portland Trailblazers í NBA deildinni síðastliðin þrjú ár.  Á meðan verkbanni stendur hefur Batum farið á heimaslóðir og spilar með SLUC Nancy í frönsku deildinni.  Þar hefur hann farið vel af stað og skorað 12 stig og hirt 5 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum liðsins.  Liðið er í efsta sæti ásamt tveimur öðrum liðum sem öll hafa unnið tvo fyrstu leiki deildarinnar. 

Gísli Ólafsson

 
Fréttir
- Auglýsing -