18:00
{mosimage}
Þeir Dwayne Wade og Kobe Bryant voru valdir leikmenn desember mánaðar af NBA-deildinni.
Dwayne Wade fór á kostum í sókninni hjá Miami í desember og var t.a.m. stigahæsti leikmaður mánaðarins í NBA-deildinni. Hann skoraði yfir tíu stig í öllum 13 leikjum liðsins. – Lesa nánar um afrek Dwayne Wade í desember mánuði hér .
Kobe Bryant fór enn og aftur fyrir liði Lakers en þeir unnu 11 af 15 leikjum sínum í desember og unnu m.a. meistara Boston Celtics sem voru þá sjóðandi heitir á 19 leikja sigurgöngu sem er félagsmet hjá þeim grænu. Lesa nánar um afrek Kobe Bryant í desember mánuði hér .
Fyrri verðlaunahafar.
Nóvember:
Austrið – LeBron James Cleveland Cavaliers
Vestrið – Chris Paul New Orleans Hornets
Mynd: AP



