spot_img
HomeFréttirNBA: LeBron skoraði 41 stig gegn Detroit

NBA: LeBron skoraði 41 stig gegn Detroit

09:53 

{mosimage}

 

 

LeBron James skoraði 41 stig þegar lið hans, Cleveland Cavaliers, vann Detroit Pistons, 101:97 í framlengdum leik í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt. James vann nærri leikinn í venjulegum leiktíma þegar hann hitti í körfuna af 8 metra færi þegar lokaflautan gall en myndbandsupptaka sýndi að leiktíminn var runninn út þegar boltinn lagði af stað og karfan var því ekki gild.

 

Úrslit annarra leikja í nótt voru þessi:

 

Atlanta 100, Washington 97
Toronto 94, Memphis 87
Philadelphia 92, Seattle 89
Miami 103, Chicago 70
Houston 111, Boston 80
Milwaukee 110, L.A. Lakers 90
Utah 94, Indiana 72
Phoenix 115, Charlotte 106, framlengt
Golden State 110, Denver 96

 

www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -