spot_img
HomeFréttirNBA: LeBron og félagar höfðu sigur í Staples Center

NBA: LeBron og félagar höfðu sigur í Staples Center

09:18
{mosimage}

(James gerði 41 stig í englaborginni) 

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Boston Celtics töpuðu gegn Orlando Magic og LeBron James hafði betur gegn Kobe Bryant þegar Cleveland lagði Lakers að velli. Hedo Turkuglo reyndist hetja Magic þegar hann setti niður þriggja stiga flautukörfu gegn Celtics um leið og leiktíminn rann út. Lokatölur leiksins voru 96-93 Magic í vil en Turkoglu var jafnframt stigahæstur með 27 stig og 6 fráköst en Paul Pierce gerði 24 stig og tók 9 fráköst. Garnett lék ekki með Boston í nótt sökum meiðsla á kvið sem hann hlaut fyrir skömmu.  

Cleveland Cavaliers lögðu LA Lakers 95-98 í Staples Center. LeBron James gerði 41 stig í leiknum og tók 9 fráköst en Kobe Bryant gerði 33 stig fyrir Lakers, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðendingar. Lakers áttu kost á því að jafna metin með þriggja stiga körfu en í lokasókn liðsins sendi Luke Walton boltann aftur til Kobe Bryant og leiktíminn rann út. Walton átti kost á síðasta skotinu en sagði í samtali við fjölmiðla eftir leik að hann hefði í raun ekki gert sér grein fyrir hversu lítill tími var til leiksloka og Lakers náðu því ekki lokaskotinu.

 

Önnur úrslit næturinnar:

 

Bulls 77-88 Suns

Bucks 105-102 Wizards

Trail Blazers 94-93 Hawks

Mavericks 90-85 Nuggets

Timberwolves 98-95 Nets

Rockets 89-97 Jazz

Warriors 106-104 Knicks

Supersonics 101-103 Kings (Supersonics hafa tapað 14 leikjum í röð)

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -