spot_img
HomeFréttirNBA: LeBron James yngstur yfir 10.000 stiga múrinn

NBA: LeBron James yngstur yfir 10.000 stiga múrinn

10:38
{mosimage}

(LeBron James) 

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og var LeBron James maður næturinnar er hann varð yngsti leikmaður NBA deildarinnar til þess að komast yfir 10.000 stiga múrinn. James gerði 26 stig í leiknum og landaði merkum áfanga á sínum ferli en það voru Boston Celtics sem lönduðu sigrinum gegn Cleveland. Lokatölur leiksins voru 92-87 Celtics í vil en LeBron James snéri sig á ökkla snemma leiks en kom aftur inn og kláraði leikinn. 

Ray Allen var stigahæstur í liði Boston með 22 stig en næstur honum kom Kevin Garnett með 18 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Sigur næturinnar var sjötti heimasigur Boston Celtics í röð. 

Önnur úrslit næturinnar: 

Toronto Raptors 107-85 Minnesota Timberwolves
Chris Bosh gerði 28 stig fyrir Raptors en Al Jefferson var með 23 hjá Timberwolves. 

Philadelphia 76ers 101-89 Orlando Magic

Andre Miller og Willie Green báðir með 26 stig fyrir 76ers en hjá Magic var Hedo Turkoglu með 20 stig.  
Atlanta Hawks 123-117 Sacramento Kings
Joe Johnson 26 stig fyrir Hawks en Beno Udrih og Brad Miller gerðu báðir 25 stig fyrir Kings en Miller var líka með 13 fráköst.
 

Indiana Pacers 107-113 Chicago Bulls

Larry Hughes með 29 stig fyrir sitt nýja lið Bulls en Mike Dunleavy gerði 25 stig fyrir Pacers.

 

New York Knicks 113-89 Charlotte Bobcats

Nate knái Robinson með 22 stig fyrir Knicks og hjá Bobcats gerði Matt Carroll 19 stig.

New Orleans Hornets 120-103 Phoenix Suns
David West gerði 27 stig fyrir Hornets en hjá Suns var Amaré Stoudemire með 32 stig og 14 fráköst. Chris Paul burstaði einvígi bakvarðanna gegn Steve Nash en Paul gerði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar á meðan Nash gerði aðeins 8 stig og gaf 13 stoðsendingar.  

Utah Jazz 103-95 Detroit Pistons
Mehmet Okur gerði 24 stig fyrir Jazz en hjá Pistons var Rip Hamilton með 22 stig.  

Seattle Supersonics 96-138 Denver Nuggets
Allen Iverson setti 31 stig á Sonics í nótt en hjá heimamönnum voru þeir Kevin Durant og Mickael Gelable báðir með 16 stig.  

LA Clippers 80-82 Portland Trail Blazers
Jarret Jack var með 21 stig fyrir Portland en hjá Clippers gerði Corey Maggette 32 stig.

Fréttir
- Auglýsing -