spot_img
HomeFréttirNBA: LeBron æfði ekki í gær en spilar í dag

NBA: LeBron æfði ekki í gær en spilar í dag

13:25

{mosimage}

LeBron James æfði ekki með félögum sínum í gær en hann er að jafna sig á ökklameiðslum sem hann varð fyrir í leik 1 gegn Washington á sunnudagskvöld.

Hann steig á fót Etan Thomas hjá Washington í 3. leikhluta. Hann harkaði af sér leikinn en var sárþjáður allan tímann. LeBron segist ætla að spila í kvöld og að meiðslin séu ekki eins alvarleg og menn vilja halda.

Cleveland vann leik 1 og geta því náð góðu forskot ef þeir sigra í nótt en leikurinn verður í Cleveland.

mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -