12:00
{mosimage}
(David Stern tilkynnti í gær að launaþakið hækkar um tæpar þrjár milljónir)
NBA-deildin hefur ákveðið að launaþak næsta vetrar verður 58.68 milljónir dollara en var í fyrra 55.63 milljónir. Skattaþakið hækkar einnig og um tæpar þrjár og hálfar milljónir dollara og lágmarksupphæð sem félag þarf að greiða í laun veðrur 44.01 milljónir dollara.
Lið í NBA geta farið upp fyrir launaþakið og þegar upphæðin sem liðið greiðir í laun fer yfir 71.15 milljónir dollara þarf viðkomandi félag að greiða dollar fyrir dollar skatt. Sem þýðir að lið þurfa að greiða jafn mikið til NBA-deildarinnar og það fer upp fyrir þessa upphæð. Lið eins og New York hafa verið að blæða fyrir þetta undanfarin ár.
Mörg lið voru að bíða eftir nýju upphæð vetrarins og hafði hún mikið að segja þegar Philadelphia samdi við Elton Brand en þá höfðu þeir meira milli handanna til að gera honum freistandi tilboð.
Mynd: AP