spot_img
HomeFréttirNBA: Lakers vann fyrsta leikinn

NBA: Lakers vann fyrsta leikinn

14:58

{mosimage}

Fyrsti leikur L.A. Lakers og San Antonio Spurs um vesturstrandartitilinn og þar með farseðil í úrslit NBA-deildarinnar fór fram í nótt. Lakersmenn voru á heimavelli og þurfti þeir að hafa mikið fyrir sigrinum á ríkjandi meisturum San Antonio. Þessi lið hafa verið afar sigursæl undanfarin ár og hafa unnið 7 af síðustu 9 titlum í NBA-deildinni.

Lakers var undir stóran hluta af leiknum en með frábærum leikkafla undir restina komust þeir yfir og höfðu sigur.

Stigahæstur hjá Lakers var Kobe Bryant með 27 stig og hjá San Antonio skoraði Tim Duncan 30 stig og tók 18 fráköst.

Í kvöld verður svo annar leikur Boston og Detroit og hefst hann kl. 00:30 eftir miðnætti.

Bostonmenn leiða einvígið 1-0 og verður leikið á heimavelli þeirra TD Banknorth Garden.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -