spot_img
HomeFréttirNBA: Lakers rúlluðu upp Utah ? Kobe fór á kostum

NBA: Lakers rúlluðu upp Utah ? Kobe fór á kostum

11:54

{mosimage}
(Kobe var óstöðvandi í nótt)

Tveir leikir voru í NBA-deildinni í nótt. L.A. Lakers unnu stórsigur á efsta liði NBA-deildarinnar Utah Jazz með 30 stigum, 132-102. Kobe Bryant fór á kostum í leiknum og skoraði 52 stig í leiknum. 30 af þeim komu í 3. leikhluta og jafnaði hann félagsmet Lakers yfir flest stig í einum leikhluta.

Reyndar á hann metið sjálfur og jafnaði hann þ.a.l. eigið met. Hann hitti úr öllum skotum sínum í leikhlutanum, 9/9 utan að velli og 10/10 í vítum.

Þrátt fyrir tapið er Utah(13/4) ennþá efst í NBA-deildinni en þeir hafa leikið fleiri leiki en Dallas(11/4) og Orlando(12/4).

Úrslit:
Miaim – Detroit 85-87
Dwayne Wade 21 – Richard Hamilton 24

L.A. Lakers – Utah 132-102
Kobe Bryant 52 – Carlos Boozer 26

Fréttir
- Auglýsing -