spot_img
HomeFréttirNBA: Lakers á höttunum eftir Ron Artest?

NBA: Lakers á höttunum eftir Ron Artest?

06:00
{mosimage}

Fjölmiðlar í Kaliforníu greina frá því að forráðamenn Los Angeles Lakers í NBA deildinni hafi sett sig í samband við Sacramento Kings með það fyrir augum að fá til sín framherjann villta Ron Artest.

Sagt er að Lakers sé tilbúið að láta Lamar Odom í skiptum fyrir krafta Artest, en talið er að félagið þyrfti líklega að taka við lakari leikmanni með stóran samning gegn því að fá Artest til liðs við sig.

Framherjinn Kenny Thomas hefur verið nefndur sem möguleg ,,skiptimynt" í samningnum ef af honum yrði, en Thomas á um 18 milljónir dollara eftir af samningi sínum við Sacramento.

www.visir.is

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -