spot_img
HomeFréttirNBA: Korver til Utah

NBA: Korver til Utah

07:00

{mosimage}
(Kyle Korver)

Utah Jazz og Philadelphia hafa gert með sér skipti. Utah fá þriggja-stiga skyttuna Kyle Korver og láta í staðinn Gordan Giricek og valrétt í fyrstu umferðinni í framtíðinni.

Korver er á sínu fimmta tímabili í NBA-deildinni og er helst þekktur fyrir að vera mikil skytta. Hann hefur átt ágætt og hefur skorað 10 stig og tekið 2.9 fráköst í þeim 25 leikjum sem hann hefur spilað. Hann á nokkur félagsmet hjá Philadelphia þrátt fyrir að hafa aðeins leikið þar í nokkur ár. Hann á ma.a. félagsmetið fyrir flestar þriggja-stiga körfur á einu tímabili – 226 – 2004-05.

{mosimage}
(Gordan Giricek)

Giricek er þrítugur Króati sem er að spila sitt sjötta tímabil í NBA-deildinni. Hann hefur leikið með Utah síðan hann kom til félagsins árið 2004. Þar áður lék hann með Orlando og Memphis. Hann er búinn að leika 22 leiki á tímabilinu og skora 4.3 stig að meðaltali.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -