spot_img
HomeFréttirNBA: Körfurnar í Phoenix þurfa að vera Shaq-heldar

NBA: Körfurnar í Phoenix þurfa að vera Shaq-heldar

21:30

{mosimage}
(Shaq á æfingu hjá Phoenix í vikunni – þessar körfur þola ekki kappann)

Leikmenn Phoenix Suns hafa farið þess á leit að körfurnar í æfingahúsnæði liðsins verði gerðar Shaq-heldar eftir að Shaquille O´Neal gekk í raðir liðsins og byrjaði að æfa. Frá þessu er greint á www.visir.is.


O´Neal er engin smásmíði og afrekaði það fyrir 15 árum síðan að rífa niður körfu í leik í Phoenix þegar hann var leikmaður Orlando Magic. Síðan hafa körfurnar á heimavelli Phoenix – og reyndar í allri deildinni – verið styrktar til muna, en sömu sögu er ekki að segja um körfurnar í æfingahúsnæðinu.

Leikmenn eins og Brian Skinner og Sean Marks sem hafa þurft að gæta O´Neal á æfingum undanfarna daga eru farnir að óttast um helsu sína eftir tröllatroðslur miðherjans stóra. Þeir óttast að fá körfurnar í höfuðið ef O´Neal rífur þær niður.

,,Þeir sögðu að þeim liði hreint ekki vel undir þessum kringumstæðum og ég er hreint ekki hissa á því," sagði starfsmaður Phoenix.

,,Þetta dót er allt að hrynja," sagði Leandro Barbosa, leikmaður Phoenix og hristi höfuðið eftir að hafa horft á eina tröllatroðsluna frá O´Neal.


Körfurnar hjá Phoenix hafa til þessa verið færanlegar, en til stendur að hóa í járnsmiði til að sjóða þær fastar eftir komu Shaquille O´Neal. Hann er nú óðum að ná í form eftir meiðsli og er "ekki nema" 147 kíló – sem er fjarri því að vera það þyngsta sem hann hefur verið á ferlinum.

Mynd: eastvalleytribune.com

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -