spot_img
HomeFréttirNBA: Kobe verður ekki MVP

NBA: Kobe verður ekki MVP

12:55

{mosimage}
(Mike D´Antoni hefur ekki trú að Kobe verði valinn)

Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, segir að aðeins tveir leikmenn séu líklegir til að vinna verðlaunin fyrir mikilvægasti leikmaður tímabilsins(MVP). Það eru Steve Nash og Dirk Nowitzki. Fjölmiðlamenn hafa verið að bendla Kobe Bryant við titilinn en D´Antoni er ósammála því.

Þegar rýnt er í tölfræði er erfitt að líta framhjá Kobe Bryant sem hefur farið á kostum í vetur í stigaskorun þar sem hver +40 og +50  leikurinn hefur litið dagsins ljós. D´Antoni segir þó að árangur Lakers valdi því að Kobe verði ekki valinn. „Ég elska Kobe. Mér finnst hann vera frábær en ég held að Lakers hafi þó ekki spilað nógu vel í vetur til þess að hann verði fyrir valinu.”

{mosimage}
(Kobe hefur verið með skotsýningu í vetur)

Árangur Lakers á útivelli er gott dæmi um slakt gengi þeirra en þeir hafa tapað 8 af síðstu 11 útileikjum og alls hafa þeir tapað 15 af þeim 36 sem þeir hafa spilað í vetur. Í fyrradag töpuðu þeir fyrir slakasta liði NBA Memphis.

„Einmitt núna tel ég að Dirk sé líklegastur vegna þess hvar Dallas-liðið er, hvernig þeir hafa spilað og hvað hann hefur gert.” sagði D´Antoni og gleymdi ekki sínum manni. „Einnig tel ég að Steve verði alltaf einn sá sigurstranglegasti.”

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -