spot_img
HomeFréttirNBA: Kobe og LeBron leikmenn febrúar

NBA: Kobe og LeBron leikmenn febrúar

07:00

{mosimage}
(Hann hefur ástæðu til að brosa strákurinn enda sjóðheitur þessa dagana)

NBA-deildin tilkynnti í vikunni hverjir eru leikmenn febrúar mánaðar. Að þessu sinni voru LeBron James(austur) og Kobe Bryant(vestur) leikmenn mánaðarins.

LeBron James vann þessi verðlaun einnig fyrir janúarmánuð er sjóðandi heitur. Hann var stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í febrúar með 30.2 stig í leik ásamt því að taka 8.9 fráköst og gefa 8.5 stoðsendingar sem er best allra í austrinu. Cleveland vann átta af 14 leikjum sínum en James náði því einstaka afreki að vera þrennu tvo daga í röð tvisvar sinnum á tímabilunu(19. og 20. febrúar og 24. og 25. nóvember). Hann var einnig yngsti leikmaðurinn til að skora 10.000 stig en hann náði því gegn Boston 27. febrúar.

Gengi Lakers var ágætt í mánuðinum. Þeir unnu 13 en töpuðu tveimur. Hann er stigahæstur í liði sínu með 27.2 stig, stoðsendingahæstur með 5.9 stoðsendingar og efstur í stolnum boltum með 2.07 í leik. Hann hitti í meira en 50% skota sinna og skoraði 30 stig eða meira átta sinnum og tvisvar rauf hann 40 stiga múrinn.

Þeir komu einnig til greina:
Chauncey Billups – Detroit
Monta Ellis – Golden State
Tracy McGrady – Houston
Corey Maggette – L.A. Clippers
Dwigth Howard – Orlando
Andre Miller – Philadelphia
Manu Ginobili – San Antonio

Fyrri verðlaunahafar:
Nóvember
Desember
Janúar

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -