spot_img
HomeFréttirNBA: Kobe og Gerald Wallace leikmenn vikunnar

NBA: Kobe og Gerald Wallace leikmenn vikunnar

10:45

{mosimage}
(Kobe skoraði 60 stig gegn Memphis)

Það kemur kannski fáum á óvart að Kobe Bryant hafi verið valinn leikmaður vikunnar. Strákurinn er búinn að vera funheitur en enginn leikmaður hefur skorað eins mikið í 4 leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain var uppá sitt besta. Kobe var aðeins annar leikmaður sögunnar til að skora yfir 50 stig í 4 leikjum í röð en metið hans Chamberlains stendur enn óhaggað en það setti hann 1961 þegar hann skoraði í 50 stig í 7 leikjum í röð.

Kobe var valinn leikmaður vesturstrandar. Hann var með 51.0 stig í leik þar sem Lakers unnu alla 3 leiki sína.

Gerald Wallace framherji Charlotte Bobcats var valinn leikmaður austurstrandar. Hann skoraði 20.3 stig, tók 7 fráköst, varði 2.33 skot og stal 1.33 boltum í fjórum leikjum. Charlotte vann tvo og tapaði tveimur.

mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -