spot_img
HomeFréttirNBA: Kings gegn Miami á NBA TV

NBA: Kings gegn Miami á NBA TV

00:10 

{mosimage}

Þrír leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og kl. 3:30 í nótt verður leikur meistara Miami Heat og Sacramento Kings sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Shaquille O´Neal verður ekki á meðal leikmanna Heat í nótt og þá er ekki búist við því að Ron Artest verði með Kings og missi þar með af fjórða leiknum í röð hjá liðinu.  

Shaq gekkst undir aðgerð á vinstra hné fyrir skemmstu og er vonast til þess að hann verði klár í slaginn með Heat síðla þessa mánaðar. Á meðan hafa meistararnir aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum án Shaq. Síðan Artest meiddist hafa Kings tapað þremur leikjum í röð. Bæði lið hungrar eftir sigri og því von á hörkuleik á NBA TV í nótt. 

Aðrir leikir kvöldsins eru ekki af verri endanum þegar New Jersey Nets taka á móti Phoenix Suns og Dallas Mavericks taka á móti Detroit Pistons.

Fréttir
- Auglýsing -