spot_img
HomeFréttirNBA: Kidd farinn til Dallas

NBA: Kidd farinn til Dallas

19:19

{mosimage}
(Kidd er farinn á vesturströndina)

New Jersey hefur fengið Devin Harris, Trenton Hassell, Maruice Ager, DeSagana Diop og Keith Van Horn ásamt valrétti Dallas í fyrstu nýliðavalsins 2008 og 2001 ásamt pening í skiptumfyrir Jason Kidd, Antoine Wright og Malik Allen.

Rod Thorn, forseti New Jersey, sagði í þessi skipti hjálpa liðinu strax og var hann sérstaklega ánægður með að fá Devin Harris. ,,Við álítum að hann sé rísandi leikstjórnandi í NBA,” sagði Thorn og hélt áfram. ,,Tölur Harris hafa farið upp öll þau fjögur ár sem hann hefur verið í deildinni. Þessi skipti gefa okkur tvo valrétti í framtíðinni og svigrúm til að bæta leikmannahópinn okkar.”

{mosimage}
(Stjörnuleikmaðurinn Jason Kidd)

Rod sparaði ekki stóru orðin þegar hann lýsti Jason Kidd og sagði hann vera besta leikmann New Jersey Nets á meðan hann hefur verið forseti félagsins og sagði að hann ætti víst sæti í Frægðarhöllinni þegar ferli hans lýkur.

Þar með er Kidd kominn á ný til Dallas en hann lék sín fyrstu ár einmitt með þeim.

[email protected]

Myndir: AP

Fréttir
- Auglýsing -