spot_img
HomeFréttirNBA: Kevin Willis aftur í NBA

NBA: Kevin Willis aftur í NBA

14:39

{mosimage}
(Kevin Willis lék með Atlanta síðast þegar hann var í NBA)

Kevin Willis hefur gert 10-daga samning við Dallas Mavericks. Dallas hefur verið að leyta að stórum manni og kannski er hinn 44 ára gamli Willis lausnin.

Willis lék 20 tímabil í NBA-deildinni og síðast þegar hann spilaði í deildinni lék hann 29 leiki fyrir Atlanta tímabilið 2004-05.

Hann verður elsti leikmaður Dallas frá upphafi og næst elsti leikmaður NBA frá upphafi.

Willis var valinn af Atlanta í nýliðavalinu 1984. Willis hefur leikið flesta leiki af núverandi leikmönnum NBA eða alls 1.419. Hann var valinn í þriðja-lið NBA árið 1992 og í Stjörnulið Austursins sama ár. Hann hefur skorað 12.2 stig, tekið 8.4 fráköst og leikið 27.0 mínútur að meðaltali á ferlinum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -