spot_img
HomeFréttirNBA: Kennslustund í TD Banknorth Garden

NBA: Kennslustund í TD Banknorth Garden

12:33

{mosimage}
(Félagarnir ánægðir í nótt)

Fjölmargir leikir voru á dagskrá í NBA í nótt. Umtalaðasti leikur næturinnar var leikur Boston og Washington og var í beinni á Sýn. Eftir brösuga byrjun tóku leikmenn Boston öll völd á vellinum og unnu með 20 stigum, 103-83. Þríeykið var áberandi og var Paul Pierce stigahæstur með 28 stig. Kevin Garnett skoraði 22 stig og tók 20 fráköst – tröllatvenna þar á ferð og Ray Allen setti 17 stig. Hjá Washington var Gilbert Arenas með 21 stig en hann hitti illa.

Önnur úrslit:
Charlotte-Milwaukee 102-99
Orlando-Detroit 92-116
Indiana-Miami 87-85
New Jersey-Toronto 69-106
Atlanta-Dallas 101-94
Cleveland-New York 110-106
New Orleans-Portland 113-93
Minnesota-Denver 91-99
Chicago-Philadelphia 85-96
San Antonio-Sacramento 96-80
Phoenix-Lakers 98-119
Clippers-Golden State 120-114

mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -