spot_img
HomeFréttirNBA: Kapono fer til Toronto

NBA: Kapono fer til Toronto

07:00

{mosimage}
(Dwayne Wade og Jason Kapono)

Stórskyttan Jason Kapono hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum vestanhafs gert fjögurra ára samning við Toronto Raptors. Hann mun fá á samningstímanum $24 milljónir. Hann leiddi NBA-deildina í vetur með bestu þriggja-stiga nýtinguna 51.4%.

Kapono, sem er 26 ára, hefur leikið með þremur félögum á þeim fjórum árum sem hann hefur verið í NBA. Hann spilaði með Cleveland 2003-04 og var með Charlotte Bobcats tímabilið eftir. Hann gekk til liðs við Miami fyrir tímabilið 2005-06 og varð NBA-meistari með liðinu. Hann lék með Miami í vetur.

Hann skoraði 10.9 stig í þeim 67 leikjum sem hann lék í vetur. Hann byrjaði inn á 35 þeirra.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -