spot_img
HomeFréttirNBA: Kapono fær verðuga andstæðinga í skotkeppninni

NBA: Kapono fær verðuga andstæðinga í skotkeppninni

22:36

{mosimage}
(Jason Kapono lék með Miami veturinn 2006-07)

Nú er búið að tilkynna hvaða leikmenn taka þátt í skotkeppninni um stjörnuhelgina í NBA sem fram fer í New Orleans dagana 16.-17. febrúar. Frá þessu er greint á www.Visir.is.


Meistari síðasta árs, stórskyttan Jason Kapono hjá Toronto Raptors, fær tækifæri til að verja titil sinn daginn fyrir stjörnuleikinn, laugardaginn 16. febrúar.

Andstæðingar hans verða engir smákallar, en þar eru á ferðinni Kobe Bryant frá LA Lakers, Steve Nash frá Phoenix Suns, Richard Hamilton frá Detroit og Daniel Gibson frá Cleveland Cavaliers.


Þá verður fyrrum meistarinn Peja Stojakovic frá heimamönnum í New Orleans með í keppninni í fyrsta skipti síðan hann lenti í öðru sæti árið 2004, en hann vann einmitt sigur í keppninni árin 2002 og 2003.

Mynd: AP

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -