spot_img
HomeFréttirNBA: Johnson sektaður vegna brottvísunar

NBA: Johnson sektaður vegna brottvísunar

11:32

{mosimage}

NBA-deildin hefur sektað Avery Johnson, þjálfara Dallas, um $25.000  vegna hegðunar hans í leik Dallas og Indiana á föstudag. Þá var þjálfaranun knáa vikið úr húsi þegar hann krafðist svara hjá Bennett Salvatore dómara vegna villu sem var dæmd í leiknum.

Johnson talid að Devin Harris hefði átt að fá vítaskot í fjórða leikhluta þegar Mike Dunleavy braut á honum en dómarar leiksins voru á öðru máli. Við þetta brjálaðist Johnson með fyrrgreindum afleiðiðingum. Fyrr í leiknum gerðist svipað atvik þegar brotið var á Jason Terry en engin vítaskot.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -