spot_img
HomeFréttirNBA: Johnson framlengir til 5 ára

NBA: Johnson framlengir til 5 ára

14:48 

{mosimage}

Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks, hefur skrifað undir 5 ára framlengingu á samningi sínum við félagið. Samningurinn er um 20 milljón dollar virði og verður Johnson því áfram þjálfari liðsins til 2011.

 

Árangur Dallas liðsins á síðustu leiktíð er sá besti í sögu félagsins en þá varð liðið að sætta sig við ósigur í sex leikja rimmu við Miami Heat um NBA meistaratitilinn. Það var jafnframt fyrsta árið hjá Johnson sem þjálfara Dallas. Avery Johnson á næst besta árangurinn í NBA deildinni á meðal þjálfara í sínum 100 fyrstu leikjum í deildinni. Með Dallas vann hann 76 leiki en tapaði 24 en aðeins Paul Westphal á betri árangur með Phoenix Suns árin 1992-1993 þegar hann vann 77 leiki og tapaði 23. Á undan Westphal var það Bill nokkur Russell sem átti metið, 74-26. 

Einhverjar vangaveltur höfðu verið um langtímaáform Avery Johnson í herbúðum Mavericks er hann fór með liðið í æfingabúðir án þess að hafa gert nýjan samning við félagið. „Nú er þetta búið og gert, allt sem gert hefur verið og sagt er að baki. Við þurfum ekki á neinni dramatík að halda, sér í lagi í tengslu við minn samning,“ sagði Johnson. „Hann á þennan samning skilið,“ sagði Jerry Stackhouse. „Hann lagði allt sitt að veði og sagðist ætla fara nákvæmlega með okkur þangað sem við vildum fara og hann hefur nú sýnt fram á að hann býr yfir þeim hæfileikum til að fara langt með okkur,“ sagði Stackhouse.  

Árið 1999 varð Avery Johnson NBA meistari með San Antonio Spurs en hann hóf sinn þjálfunarferil sem aðstoðarmaður hjá Mavericks eftir að hann hætti sjálfur keppni árið 2004.

Fréttir
- Auglýsing -