spot_img
HomeFréttirNBA: James og Parker menn vikunnar

NBA: James og Parker menn vikunnar

06:00

{mosimage}

Leikmenn vikunnar 19. nóvember til 25. nóvember eru LeBron James(Austur) og Tony Parker(Vestur). Cleveland vann þrjá leiki og tapaði einum í vikunni og San Antonio vann alla fjóra leiki sína.

James skoraði 36.5 stig, tók 9.5 stig og gaf 8.5 stoðsendingar. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í tvö og hálft ár sem nær tvöfaldri þrennu tvö kvöld í röð en Bobby Sura náði því 9.-10. apríl 2004. James var með 37 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar í sigri á Toronto á laugardagskvöld og daginn eftir var hann með 30 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í sigri á Indiana. James skoraði í þessum fjórum leikjum ávallt 30 stig eða meira og gegn Minnesota var hann með 45 stig – það mesta sem hann hefur skorað í vetur.

Tony Parker var með 26.5 stig, 3 fráköst og 8.3 stoðsendingar í þessum fjórum leikjum. Hann skoraði 32 stig gegn Orlando sem er það mesta sem hann hefur skorað í vetur og var tvisvar sinnum með níu stoðsendingar í leik en það er það mesta sem hann hefur gefið í vetur.

Aðrir sem komu til greina voru í Devin Harris(Dallas), Baron Davis(Golden State), Jamaal Tinsely(Indiana), Michael Redd(Milwaukee), Richard Jefferson(New Jersey), Dwight Howard(Orlando), Steve Nash(Phoenix), Amare Stoudamire(Phoenix), Chris Bosh(Toronto) og Antawn Jamison(Washington)

Mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -