spot_img
HomeFréttirNBA: Jafna Lakers í kvöld?

NBA: Jafna Lakers í kvöld?

21:39

{mosimage}

Fjórði leikur Boston Celtics og L.A. Lakers fer fram í kvöld á heimavelli Lakers Staples Center. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Boston sem vann fyrstu tvo leikina á heimavelli en Lakers unnu síðasta leik og minnkuðu muninn.

Það voru margir leikmenn sem ollu vonbrigðum sóknarlega í síðustu viðureign og þá sérstaklega Paul Pierce, fyrirliði Boston.

Það má búast við hörkuleik í kvöld því að ef Boston vinna fara þeir lang leiðina með að landa titlinum en ef Lakers vinna jafna þeir einvígið 2-2.

Leikurinn hefst kl. 01:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -