spot_img
HomeFréttirNBA í beinni í kvöld

NBA í beinni í kvöld

17:45

{mosimage}
(Kobe verður í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld)

Fjórir leikir eru á dagskrá í NBA í dag. Houston og Toronto fá tækifæri til að jafna einvígi sín við Utah og Orlando á meðan Boston og Lakers fara á útivöll og reyna að ná þriðja sigri sínum. Í kvöld verða tveir þessara leikja sýndir beint á NBAtv og Stöð 2 Sport.

Kl. 19:00 mætast Toronto og Orlando í Kanada. Orlando leiðir 2-1 en Toronto vann síðasta leik.

Þriðji leikur L.A. Lakers og Denvers verður á Stöð 2 Sport aðeins seinna eða kl. 21:25. Staðan er 2-0 fyrir Lakers.

Allir leikirnir í einvígi Utah og Houston hafa unnist á útivelli og staðan er 2-1 fyrir Utah. Næsti leikur verður einmitt í Utah og ef Houston vinnur þá jafna þeir einvígið.

Boston fara til Atlanta og mæta Atlanta í þriðja skiptið. Hingað til hafa sigrar Boston verið öruggir og ekki ólíklegt að svo verði einnig í kvöld.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -