spot_img
HomeFréttirNBA: Howard og Boozer leikmenn nóvember mánaðar

NBA: Howard og Boozer leikmenn nóvember mánaðar

07:25

{mosimage}

NBA-deildin hefur valið Dwight Howard og Carlos Boozer sem leikmenn nóvember mánaðar. Howard fór á kostum í mánuðinum en Orlando hefur byrjað frábærlega. Hann hefur skorað 23,8 stig og er frákastahæstur í deildinni með 15 fráköst í leik. Boozer er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar með 25,4 stig og er jafn í áttunda sæti yfir fráköst með 11,2 í leik.

Howard var með 15 tvöfaldar tvennur sem er mest allra í deildinni og hann skoraði 30 stig eða meira sex sinnum í mánuðinum.

Boozer skoraði 30 stig eða meira í sex leikjum og var með 12 tvöfaldar tvennur þar af var hann með sex slíkar í fyrstu sex leikjum tímabilsins.

Aðrir sem komu til greina voru Kevin Garnett(Boston), Paul Pierce(Boston), LeBron James(Cleveland), Taushaun Prince(Detroit), Tracy McGrady(Houston), Chris Kaman(L.A. Clippers), Richard Jefferson(New Jersey), Steve Nash(Phoenix) og Tony Parker(San Antonio).

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -