spot_img
HomeFréttirNBA: Houston vann Texas-slaginn

NBA: Houston vann Texas-slaginn

07:20

Houston Rockets lofa góðu í ár, en þeir lögðu Dallas Mavericks að velli í nágrannaslag næturinnar í NBA. Gæðablóðið Ron Artest átti stórfínan leik og virðist smella vel inn í liðið við hliðina á Yao Ming, sem gerði 30 stig í nótt, og Tracy McGrady. Hjá Dallas voru það Dirk Nowitzki, Jason Terry og Josh Howard sem drógu vagninn sem endranær. Tveir af bestu mönnum deildarinnar áttu stórleiki  með sínum í liðum í nótt, en þeir LeBron James og Chris Paul voru báðir nærri þrennunni í sigurleikjum sinna liða.

Hér fylgja úrslit næturinnar:

Cleveland – Charlotte 96-79

Dallas – Houston 102-112

Phoenix – New Orleans 95-108

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -