spot_img
HomeFréttirNBA: Houston skellti Cleveland

NBA: Houston skellti Cleveland

11:36
{mosimage}

(Eins og íslenskir landsliðsmenn þekkja er ekkert grín að eiga við Ming) 

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nót þar sem Houston Rockets sýndu Cleveland Cavaliers enga gestrisni og höfðu betur 92-77 á heimavelli sínum í Toyota Center. Yao Ming var atkvæðamestur í liði Rockets með 22 stig og 12 fráköst en LeBron James var allt í öllu hjá Cleveland með 32 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.  

Þá áttu liðsmenn Philadelphia 76ers ekki í nokkrum vandræðum með Miami Heat og höfðu góðan 101-84 sigur á heimavelli. Andre Iguodala gerði 25 stig og tók 8 fráköst í liði 76ers en hjá Heat var Dwyane Wade með 19 stig og 9 stoðsendingar.  

Chicago Bulls komu nokkuð á óvart í nótt er þeir lögðu Golden State Warriors 108-114 á útivelli þar sem Chris Duhon fór á kostum í liði Bulls með 34 stig og 9 stoðsendingar. Monta Ellis reyndist stigahæstur hjá Warriors með 25 stig en þrír leikmenn Warriors gerðu 20 stig eða meira í leiknum. 

[email protected]

Sportpakkinn hjá SÝN

Fréttir
- Auglýsing -