spot_img
HomeFréttirNBA: Hornets stefna á að gera Chris Paul að launahæsta leikmanni liðsins

NBA: Hornets stefna á að gera Chris Paul að launahæsta leikmanni liðsins

07:00

{mosimage}
(Skrifar hann undir nýjan samning í sumar?)

Helsta verkefni New Orleans Hornets í sumar verður að fá Chris Paul til að skrifa undir nýjan fimm ára samning sem myndi gera hann að launahæsta leikmanni liðsins.

Næsta tímabil verður síðasta ár samnings Chris Paul og er stefna félagsins að halda honum og er talið að þeir muni bjóða honum fimm ára samning sem myndi veita honum 80$ milljónir á samningstímanum og um leið gera hann að launahæsta leikmanni liðsins.

Eins og svo margt í NBA-deildinni eru mjög flóknar reglur varðandi samningsgerð og frá 1. júlí hefur félagið fjóra mánuði til þess að semja við Chris Paul um framlengingu.

,,Við munum vinna þetta með Chris og hans fulltrúum,” sagði Jeff Bower framkvæmdastjóri New Orleans. ,,Það frábæra við Chris er að hann þekkir sínar skyldur og forgangsraðar rétt. Hann mun hafa allt í réttu samhengi í sumar.”

Chris Paul átti frábært tímabil og leikstjórnandinn ungi varð annar í kjörinu um leikmaður ársins í NBA-deildinni.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -